Skemmtilegt myndband af makrílvöðu og makrílveiðum á handfæri hefur verið sett á Youtube. Benedikt Jónsson tók myndina af krókabáti að veiðum við Hópsnesið rétt utan við Grindavík í sumar.
Gríðarleg fjölgun er á bátum sem stunda krókaveiðar á þessu ári frá því í fyrra. Myndbandið sýnir vel hvernig krókaveiðar á makríl fara fram.