Viðmiðunarafli vegna færaveiða á makríl er 3.200 tonn. Samkvæmt tölum Fiskistofu á enn eftir að veiða um 700 tonn. Miðað við gang veiðanna má gera ráð fyrir það klárist í þessari viku, segir á vef Landssambands smábátaeigenda (LS).
LS ræddi þessi mál við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í síðustu viku þar sem sambandið þrýsti á um að veiðiheimildir til makrílveiða á handfæri verði auknar og m.a. vísað til þess að verið væri að vinna færaveiddum makríl markað og eftirspurn væri meiri en hægt væri að anna.
Færaveiðar smábáta á makríl hafa gengið vel undanfarna daga. Veiðisvæðið er við Snæfellsnes og landa bátarnir á Rifi og Ólafsvík.
Sjá nánar á vef LS