Myndir eða myndbönd af skipum og veiðum eru meðal þess efnis sem nýtur hvað mestra vinsælda á vef Fiskifrétta og það sama gildir um erlenda sjávarútvegsvefi. Frá því að birt var myndband af makrílveiðiferð með norska nótabátnum Smaragd á vef samtaka norskra útvegsmanna (Fiskebat.no) og á facebook síðu samtakanna síðastliðinn föstudag hafa yfir 30.000 manns opnað myndbandið og alls hefur það verið skoðað yfir 70.000 sinnum að því fram kemur í frétt á vefnum í dag.

Myndbandið er gert í þeim tilgangi að sýna hversu árangursríkar og umhverfisvænar makrílveiðar Norðmanna séu og hversu vel sé farið með hráefnið. Makrílnum er fylgt alveg frá veiðum og þar til hann er kominn í vinnsluhús og þaðan í frystiklefa.

Sjá myndbandið HÉR