ff

Um 5,1 milljón tonn af makríl mældust í Norðaustur-Atlantshafi í sameiginlegum leiðöngrum Noregs, Færeyja og Íslands, að því er fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Stofninn sé sterkur og lofi góðu um framtíðina.

Rannsóknarsvæðið náðið yfir 1,5 milljónir ferkílómetra hafsvæði í íslensku lögsögunni, færeysku lögsögunni og norsku lögsögunni. Fjögur skip tóku þátt í rannsókninni og var beitt togveiðiaðferð með samræmdum veiðarfærum til að meta magn makrílsins. Samsvarandi mæling á árinu 2010 gaf 4,8 milljónir tonna af makríl.

Haft er eftir Leif Nøttestad, makrílsérfræðingi norsku Hafró, að nokkur svæði hafi ekki verið rannsökuð og því sé væntanlega um vanmat að ræða. „Makrílstofninn er sterkur og virðist stöðugur. Við fundum mikið af tveggja ára makríl sem lofar góðu fyrir framtíðina,“ segir Leif Nøttestad