Það var mun erfiðara að veiða hrefnu í sumar en verið hefur undanfarin ár. Ekki vegna þess að minna væri af hrefnu heldur vegna makrílsins. Þetta segir Þorsteins Þorbergssonar skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Hrafnreyði HF í samtali við Fiskifréttir.
,,Makríllinn byrjaði á því að éta allt æti frá hrefnunni og eftir að hrefnan fór að eltast við makrílinn var erfiðara að eiga við hana. Makríllinn er mjög hraðsyndur og hrefnan er því á mikilli ferð þegar hún eltir makrílinn. Og það sem verra er, það er ómögulegt að átta sig á því hvar hún kemur upp. Makríltorfurnar splundrast þegar hrefnan æðir inn í þær og útilokað að vita í hvað átt hún fer til að elta ætið. Sandsílið heldur sig aftur á móti saman í kúlu og fer hægt yfir og því auðveldar að fylgjast með hrefnu sem er að eltast við það,” segir Þorsteinn.
Sjá viðtal við hann í Fiskifréttum.