Aflaverðmæti skoskra skipa minnkaði um 9% á árinu 2013 frá árinu á undan. Samdrátturinn kemur í kjölfar tveggja metára. Skosk skip lönduðu 367 þúsund tonnum af fiski og skelfiski árið 2013 og aflaverðmætið var 430 milljónir punda (um 84,3 milljarðar ISK).

Afli skoskra skipa í tonnum talið hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin sjö ár. Minnkandi aflaverðmæti stafar því af lækkandi fiskverði.

Aflaverðmæti uppsjávarskipa  minnkaðu um 9% og nam 153 milljónum punda á árinu 2013. Aflaverðmæti botnfiskskipa minnkaði um 4% og var 140 milljónir punda. Löndun á skelfiski dróst saman um 14% og var 137 milljónir punda.

Makríll er sá fiskur sem skilar skoskum skipum mestum aflaverðmætum. Makríllinn gaf um 126 milljónir punda (tæpa 25 milljarða ISK), eða um 29% af heildaraflaverðmæti.

Í árslok 2013 voru 2.020 fiskiskip í skoska flotanum og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu 2012. Botnfiskskip eru 204, skelfiskbátar eru 367 og uppsjávarflotinn telur 23 skip.