Um miðja vikuna voru sjö til átta skip að makrílveiðum austur og suðaustur af landinu. Margir bátar voru í landi enda var góð veiði í byrjun vikunnar og þá fengu þeir upp í 400 tonn í hali, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
„Það er farið að draga úr makrílveiðinni núna. Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara en það hefur sloppið til. Við fáum nægilegt magn fyrir vinnsluna um borð,“ sagði Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni EA, er Fiskifréttur ræddu við hann. Hákon EA var þá staddur í Litla dýpi og lá þar í vinnslu.
Jón gat þess að veiðar á makrílnum væru nokkuð hefðbundnar að öðru leyti en því að fiskurinn hefði haldið sig lengur inni í íslensku lögsögunni en fyrri ár.
Íslensku skipin eiga ennþá eftir að veiða tæplega þriðjung af makrílkvóta ársins. Jón taldi þó að kvótinn myndi nást. Að minnsta komst gætu flestir náð því sem þeir ætluð sér að veiða og gætu geymt hluta kvótans fram á næsta ár.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.