Eyða þarf því óvissuástandi sem ríkir um framtíðarskipan í íslenskum sjávarútvegi svo fyrirtækin þori að fjárfesta í nýjum veiði- og vinnslugreinum, segir framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Við blasir að mikið starf er framundan í þróun veiða og vinnslu á makríl hérlendis. Fjárfesta þarf í skipum með betri kælingu, svo og í nýjum vinnslubúnaði í landi og í þróunar- og markaðsstarfi. Þess vegna verður að liggja fyrir hvernig stjórn fiskveiða verður háttað hér á landi í framtíðinni,
Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í málstofu um makríl sem haldin var á vegum sjávarútvegsráðuneytisins.
Ítarlega er greint frá erindi Gunnþórs um ástand og horfur í nýtingu þessa nýja nytjafisks Íslendinga í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.