Meðan bresk skip dæla upp makríl innan 12 mílna við Hjaltland þurfa írsk og norsk skip að bíða aðgerðarlaus. Þau mega ekki veiða fyrir innan mörkin. Síðastliðinn föstudag lágu sjö írsk makrílveiðiskip í höfn í Leirvík á Hjaltlandi af þessum ástæðum, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren í gær.
Megnið af makrílnum er nú komið inn í lögsögu Evrópusambandsins, segir á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, en rannsóknaleiðangri vegna makrílsins er að ljúka þessa dagana. Vestan við Hjaltland var makríllinn þétt upp við ströndina.