Skip Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar hafa verið á makrílveiðum suður af Vestmannaeyjum síðustu daga en önnur uppsjávarskip veiða síld fyrir austan land. Aflinn fer allur til manneldis.

,,Við erum á fullu að veiða og vinna makríl alla daga. Sighvatur VE og Kap VE sem eru á tvíburatrolli hafa landað 250 til 300 tonnum eftir 16 til 24 tíma,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarveiða hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í samtali við Fiskfréttir.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.