Síðustu árin hefur makríllinn verið í toppformi, bæði hvað varðar stofnstærð og útbreiðslu. Hver einstakur makríll er þó ekki í toppformi að því er fram kemur í nýrri rannsókn á yfir 25 þúsund fiskum. Makríllin vex hægar en áður og er horaðri. Það stafar líklega af harðari lífsbaráttu og samkeppni um fæðuna í sjónum.
Rannsóknin var gerð af vísindamönnum hjá norsku hafrannsóknastofnuninni í samstarfi við vísindamenn á Íslandi og í Færeyjum. Rannsakaðir voru nánar tiltekið 26.084 fiskar á aldrinum 3ja til 8 ára. Fiskunum var safnað frá norskum veiðiskipum á árunum 1984 til 2013.
Sjá nánar á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.