,,Makríllinn er greinilega kominn víða en hann er dreifður allt frá Grindavíkurdýpi og austur á Síðugrunn,“ sagði Guðmundur Bárðarson stýrimaður á frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í gærmorgun.

Guðmundur í Nesi RE hefur þegar landað samtals um 1.000 tonnum af makríl eftir tvo túra og er nú í þriðju veiðiferðinni. Skipum á makrílveiðum er smám saman að fjölga.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.