,,Fiskiríið hefur verið upp og ofan. Við höfum að vísu getað haldið uppi fullri vinnslu en líka þurft að hafa töluvert fyrir því og dregið mikið. Frystigeta skipsins er rúm 70 tonn á sólarhring og aflinn hefur sloppið til,” sagði Jóel Þórðarson skipstjóri á frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE þegar Fiskifréttir ræddu við hann í fyrradag þar sem skipið var á makrílveiðum fyrir sunnan land.
Þeim fjölgar smátt og smátt skipunum sem komin eru á makrílveiðar enda fer aðalveiðitíminn nú í hönd. Frekar rólegt hefur verið yfir veiðunum til þessa enda makríllinn dreifður. Lágum sjávarhita er helst kennt um.
Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum sem komu út í dag.