Sjómenn á línubátum við Snæfellsnes telja að þeir hafi orðið varir við makríltorfur undir Jökli. Greint er frá þessu á fréttavefnum www.skessuhorn.is.

„Við sáum þó nokkuð af torfum sem óðu í yfirborðinu hér í gærkvöldi. Það lóðaði töluvert á þetta. Þetta líktist makrílnum. Við reyndum þó ekki að veiða neitt. Skilyrðin eru líka óvenjuleg. Sjórinn í yfirborðinu hérna við Snæfellsnesið er tveimur gráðum  heitari en á sama tíma í fyrra,“ sagði Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri á línutrillunni Tryggva Eðvarðs SH 2 í samtali við Skessuhorn á morgun. Veiðar smábáta mega hefjast 1. júlí.