Makríls hefur orðið vart norður við Svalbarða og hefur hann veiðist þar í stykkja tali.
Arve Misund forstjóri háskólamiðstöðvarinnar á Svalbarða segir í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren að enginn hefði trúað því að óreyndu að hinn hitakæri makríll sem vilji helst ekki vera í sjó sem er kaldari en 6-8 gráður myndi leita alla leið til Svalbarða.
Sportveiðimenn fengu 72 makríla í síðustu viku utan við flugvöllinn í Longyearbyen. Bátur á vegum háskólans á Svalbarða var í kjölfarið sendur út með handfærabúnað til þess að kanna málið nánar og fékk hann nokkur stykki á tveimur tímum um 500 metra frá landi. Fiskarnir verða teknir til rannsóknar.