Þess er ekki langt að bíða að hægt verði að veiða makríl frá Jan Mayen, að því er Leif Nøttestad, helsti makrílsérfræðingur Norðmanna, segir í grein á heimasíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum.

Leif Nøttestad er leiðangursstjóri norsku skipanna sem hafa tekið þátt í fjölþjóðlegum makrílleiðangri í sumar.

Ekki varð vart við mikið af makríl meðfram strönd Noregs og í sunnanverðu Barentshafi í leiðangrinum en nokkuð fannst norðan við 73. gráðu og vestarlega í Noregshafi. Þar var um stóran og feitan makríl að ræða, eða í kringum 500 grömm að meðaltali.

Makríllinn fannst lengra norðvestur en áður. Mörk útbreiðslunnar í vestri mældust vestan við Jan Mayen.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.