Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi er sterkur og er makríllinn í sókn á íslenska hafsvæðinu, að því er fram kemur í niðurstöðum fjölþjóðlegrar rannsóknar. Í nýjustu Fiskifréttum er ítarleg umfjöllun um makrílleiðangurinn og rætt við Svein Sveinbjörnsson, leiðangursstjóra á Árna Friðrikssyni.
Um 1,5 milljónir tonna af makríl mældust í íslensku lögsögunni í sumar en 5,1 milljón tonna á öllu rannsóknasvæðinu, eins og fram hefur komið í Fiskifréttum. Aldrei fyrr hefur mælst jafnmikið af makríl hér við land og nú. Makríllinn dreifist víða í íslensku lögsögunni og merki fundust um að hann væri farinn að hrygna hér við land.
„Þetta segir okkur að makríllinn heldur áfram að ganga mjög ákveðið inn á íslenska hafsvæðið. Hann virðist hafa þau skilyrði hér sem hann sækist eftir hin seinni ár,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.