Ufsi sem veiðst hefur í net meðfram suðurströndinni síðustu vikurnar hefur verið fullur af makríl, að því er fram kemur í frétt í nýjustu Fiskifréttum.
Kristbjörg VE hefur verið að veiðum frá því í nóvember í köntunum frá Vestmannaeyjum og austur í Öræfagrunn. Makríllinn hefur fundist í maga ufsans í öllum róðrum og hann virðist vera uppistaðan í fæðu hans. Hér er um eins árs makríl að ræða og bendir því allt til að makríllinn sé farinn að hrygna hér við land.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.