Fjórir stjórnmálaflokkar á færeyska lögþinginu hafa náð samkomulagi um það hvernig 150.000 tonna makrílkvóta þessa árs skuli úthlutað. Niðurstaðan er sú að kvótanum verður skipt í þrjá jafnstóra hluta. Einum hlutanum verður úthlutað ókeypis, öðrum verður úthlutað gegn veiðigjaldi og hinn þriðji verður seldur á uppboði.

Þjóðveldisflokkurinn, Framsókn, Jafnaðarflokkurinn og Sambandsflokkurinn stóðu að þessu samkomulagi en Fólkaflokkurinn stendur fyrir utan.

Skýrt er frá þessu á vef færeyska útvarpsins.