Sjávarútvegsráðherra hefur hækkað makrílkvóta íslenskra skipa á árinu 2014 um 13,6%. Leyfilegur heildarafli fer úr 147.700 tonnum í 167.800 tonn. Þar með talið eru 20 þúsund tonn utan lögsögu.
Leyflegur heildarafli aflareynsluskipa fer í 119.400 tonn, vinnsluskip (frystitogarar) fá 32.040 tonn, skip án vinnslu 9.560 tonn og handfærabátar fá rúm 6.800 tonn í stað 6 þúsund tonna áður. Frá dragast millifærslur á kvóta einstakra skipa milli ára og þá stendur eftir rúmlega 160 þúsund tonna kvóti í ár.
Hljótt hefur verið um þessa hækkun makrílkvótans þótt reglugerð þar um hafi birst í Stjórnartíðindum 2. júlí. Engin frétt um málið hefur verið birt á vef sjávarútvegsráðuneytisins og auknar aflaheimildir voru ekki skráðar á vef Fiskistofu fyrr en í byrjun þessarar viku.