Formaður danskra uppsjávarfyrirtækja, Esben Sverdrup-Jensen, segir að makrílkvótinn sem samningamenn Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins komu sér saman um fyrir næsta ár sé alltof lítill.

Samkvæmt honum fær ESB 520.000 tonn, Noregur 237.000 tonn, Færeyjar 133.000, en skilin eru eftir 164.000 tonn til handa öðrum löndum, þ.e. Íslandi, Grænlandi og Rússlandi.

Sverdrup-Jensen segir að gnægð sé af makríl í Norður-Atlantshafi þótt annað sé að sjá í mælingarniðurstöðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). „Við teljum að makrílstofninn sé metinn helmingi of lítill,“ segir hann og bætir því við að með því að leyfa makrílstofninum vaxa meira komi það niður á síldarstofninum.

Frá þessu er skýrt á vef færeyska útvarpsins.