Tekið verður upp eitt veiðigjald í stað tveggja áður, sam­kvæmt frum­varpi Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem af­greitt var úr rík­is­stjórn í dag. Með nýju mak­ríl­frum­varpi, sem einnig var af­greitt, er stefnt að því að hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins í morgun.

Veiðigjaldið verður staðgreitt og mun það miðast við landaðan afla í stað þess að miða gjald­tök­una við út­hlutaðan afla. Gert er ráð fyr­ir 10,9 millj­arða brútt­ó­tekj­um af veiðigjald­inu á næsta fisk­veiðiári sem er hækk­un um rúm­an millj­arð frá fyrra ári.

Mak­ríl­hlut­deild­um verður út­hlutað til sex ára hverju sinni. Á meðan ekki verður tek­in önn­ur ákvörðun mun hver út­hlut­un gilda í sex ár. Í mak­ríl­frum­varp­inu er lagt til viðbót­ar­gjald á mak­ríl, 10 krón­ur á hvert kíló. „Mak­ríln­um verður út­hlutað tíma­bundið, eins og stend­ur í stjórn­arsátt­mál­an­um að stefnt skuli að,“ sagði Sig­urður Ingi. Viðbót­ar­gjaldið verður því aðeins lagt á til sex ára. Sig­urður Ingi sagði það hugsað sem inn­göngu­gjald fyr­ir að mak­ríl­stofn­inn fari inn í kvóta­kerfið eins og aðrir stofn­ar, segir ennfremur á vef Morgunblaðsins.