„Þessa stundina gengur heldur erfiðlega að finna makrílinn en veiðin hefur verið sveiflukennd að undanförnu,“ segir í nýrri færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Þessa stundina eru skipin að leita suðaustur af landinu og vonandi finnst fiskur fljótlega. Síldarvinnsluskipin og Samherjaskipin, sem eru í veiðisamstarfi með þeim, hafa veitt yfir 20.000 tonn af makríl það sem af er vertíðinni,“ segir ásvn.is.
Þá segir að nú í morgun hafi mikið verið um að vera í Norðfjarðarhöfn.
„Verið var að landa úr frystitogaranum Blængi NK sem kom með fullfermi að landi á mánudaginn og eins var verið að landa makríl úr Berki NK sem kom með tæp 700 tonn í gær. Makríllinn er ýmist hausaður eða flakaður í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Þá er Hákon EA væntanlegur með makrílafla. Þar að auki er verið að skipa út 1.400 tonnum af frystum makríl og loðnuhrognum í flutningaskip,“ segir um stöðuna.
Einnig er sagt frá því að ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergur VE sér í landi og verði yfir verslunarmannahelgina. Frí verði í öllum vinnslustöðvum Síldarvinnslunnar yfir helgina.