ff
Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hluta leiðangursins sýna að magn makríls er svipað nú og undanfarin ár, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun um makrílleiðangur á Árna Friðrikssyni sem lauk í síðustu viku.
Leiðangurinn tók 30 daga og hafði það markmið að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Þetta er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur-Atlantshafi og umhverfisaðstæðum þar.
Úrvinnsla úr gögnum leiðangursins er ekki lokið en helstu niðurstöður þessara rannsókna munu birtast í sameiginlegri skýrslu þeirra aðila sem að leiðangrinum stóðu að loknum fundi í lok ágúst.
Sjá nánar á www.hafro.is