Færeysk skip veiddu um 50.000 tonn af makríl frá upphafi vertíðar til ágústloka samanborið við 98.000 tonn á sama tíma í fyrra. Til dagsins í dag er veiðin orðin 62.000 tonn.
Þetta kemur fram á vef Fiskeribladet/Fiskaren og er vísað í tölur færeyska fiskveiðieftirlitsins. Tekið er fram að ástæðan fyrir minni veiði í ár kunni að stafa af því að togararnir hafi farið seinna af stað til veiða nú en áður.
Þá kemur fram að veiði Færeyinga á norsk-íslenskri síld hafi aðeins numið 2.200 tonnum frá vertíðarbyrjun til ágústloka samanborið við 51.000 tonn á síðasta ári á sama tíma.