Samkvæmt tölum frá Fiskistofu er afli makrílbáta orðinn 2.115 tonn. Mestu hefur verið landað á Ólafsvík, 754 tonnum.

Makrílveiðar hófust í byrjun júlí. Landað hafði verið 483 tonnum í Keflavík, 363 tonnum á rifi, 205 tonnum á Arnarstapa, 112 tonnum í Sandgerði, 104 tonnum í Grindavík, 40 tonnum í Stykkishólmi, 24 tonnum í Hólmavík, 17 tonnum í Þorlákshöfn og 16 tonnum í Drangsnesi.

Fimm aflahæstu bátarnir eru Brynja SH, 85.793 tonn, Dögg SU, 82.106 tonn, Ólafur HF, 78.180 tonn, Pálína Ágústsdóttir GK, 76.989 tonn og Siggi Bessa SF, 73.061 tonn.