Fiskafli í maímánuði jókst um 46% miðað við maí í fyrra. Þar vegur mest 122% aukning á veiddum kolmunna en hann fór úr 37 þús. tonnum í 83 þús. tonn.
Þá fiskaðist 12% meira af þorski í maí miðað við sama mánuð í fyrra, aflinn nú varð 21 þús. tonn en var 18,800 tonn í maí á síðasta ári.
Ef borin eru saman 12 mánaða tímabil hefur orðið 23% aflasamdráttur frá júní 2013 fram til maí 2014 miðað við sama tímabil árið áður.
Á föstu verðlagi varð um 9,5% samdráttur í maímánuði árið 2014 samanborið við maí 2013. Á fyrrgreindu 12 mánaða tímabili hefur magnvísitala á föstu verðlagi minnkað um 4,5% miðað við árið áður.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.