Eftir fimm daga strandveiði er búið að veiða 76% leyfilegs heildarafla á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi til Súðavíkur. Þetta eru 541 tonn af 715 tonna viðmiðunarafla.

Á svæði B sem nær frá Ströndum að Eyjafirði hafa aðeins veiðst 94 tonn eða 19% af leyfilegum afla í maímánuði.

Á svæði C sem nær yfir svæðið úti af NA-landi og Austfjörðum hafa ekki nema 50 tonn veiðst eða 9% af viðmiðunaraflanum.

Á svæði D sem nær yfir Suður- og Suðvesturland hafa veiðst 190 tonn eða 32% af leyfilegum heildarafla.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda en þar er staðan uppfærð daglega.