Heildarvísitala um magn þorsks mældist sú hæsta frá upphafi stofnmælingarinnar árið 1996 og hefur farið hratt vaxandi síðastliðin 7 ár. Enn eitt árið er mældur metfjöldi af gömlum fiski. Mun meira er af þorski stærri en 80 cm samanborið við meðaltal áranna 1996-2013. Þetta kemur einnig fram í aldursskiptum vísitölum sem sýna að síðast liðin ár hefur fjöldi 8-13 ára þorsks farið vaxandi.

Mæling að stærð ársgamals þorsks, þ.e. árgangurinn frá 2013, í stofnmælingunni í mars væri slakur er staðfest í nú haustrallinu. Vísitölur tveggja, þriggja og fimm ára þorsks, árganganna frá 2009, 2011 og 2012, mældust hins vegar háar, en vísitala fjögurra ára fisks, þ.e. árgangsins frá 2010, er undir meðallagi. Fyrstu vísbendingar um 2014 árganginn gefa til kynna að hann sé yfir meðalstærð.

Meðalþyngdir sex ára og eldri þorsks eru nú yfir meðaltali áranna 1996-2013, en um eða undir meðaltali hjá yngri fiski. Mest fékkst af þorski djúpt norðvestur, norður og austur af landinu og á Þórsbanka fyrir suðaustan land líkt og undanfarin ár.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.