Því sem hægt er að stjórna reynum við að stjórna. Öðru reynum við að læra að lifa með – þó ég ætli ekki að halda því fram að það sé auðvelt,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, um starfsemi fyrirtækisins í Grindavík.

„Við unnum nánast án truflana frá páskum og fram að sumarfríi,“ segir Pétur. Starfað sé á um það bil  sextíu prósent afköstum. „Það er bara fyrir það að við höfum meðvitað verið með sextíu prósent af mannskapnum,“ segir hann.

Sumarfríinu ljúki síðan um miðjan ágúst og þá verði aftur snúið til starfa í Grindavík.

Togstreita um ábyrgð

Jarðvísindamenn hafa sagt líkur á nýju eldgosi ofan Grindavíkur og jafnvel í bænum sjálfum þótt sérfræðinga greini á um möguleikann á því.

„Við stjórnum því ekki neitt,“ bendir Pétur á hvað þessa spádóma varðar. „Í síðasta gosi hefðum við ekki þurft að stoppa nema tvo eða þrjá daga ef það hefði ekki verið fyrir togstreitu um það hver bæri ábyrgð á rafmagnsleysinu. En ef þetta er eins og það er búið að vera þá tefur það ekki nema rétt á meðan það gengur yfir.“

Skipin út eftir verslunarmannahelgi

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Pétur segir stöðuna verða metna er allt fari í gang aftur í ágúst. „Við erum að miða við að eftir verslunarmannahelgi fari skipin af stað og svo byrjum við að vinna. Það eru flest allir í aðeins korters eða hálftíma fjarlægð  og fólk hefur mætt rólegt til vinnu og liðið vel.“

Síðasta þrjá og hálfa mánuðinn áður en starfsmenn fóru í sumarfrí segir Pétur að skip Vísis hafi landað í heimahöfn í Grindavík.

Afkoma og öryggi ræður

„Það var allt eins og venjulega nema fólk bjó ekki í bænum. Þetta byggir náttúrlega fyrst og fremst á því að halda fólki rólegu og öruggu með sannfærandi viðbragðsáætlunum og góðu upplýsingaflæði. Svo kemur bara í ljós hvort þetta sé gerlegt til lengri tíma út frá afkomu og öryggi,“ segir Pétur.

Hægt sé að gera allt sem gera þurfi í húsum Vísis í Grindavík, allt virki þótt það séu einhverjar litlar sprungur hér og þar. Að sögn Péturs hafa menn lært inn á aðstæðurnar.

„Á meðan það gaus á mánaðarfresti var okkur meinað að fara inn í bæinn í mjög langan tíma, allt upp í þrjár vikur. Þá gat enginn gert neitt af viti og við fórum yfir í Helguvík á meðan. Menn eru búnir að læra betur á þetta núna, bæði yfirvöld og fyrirtækin.“

Því sem hægt er að stjórna reynum við að stjórna. Öðru reynum við að læra að lifa með – þó ég ætli ekki að halda því fram að það sé auðvelt,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, um starfsemi fyrirtækisins í Grindavík.

„Við unnum nánast án truflana frá páskum og fram að sumarfríi,“ segir Pétur. Starfað sé á um það bil  sextíu prósent afköstum. „Það er bara fyrir það að við höfum meðvitað verið með sextíu prósent af mannskapnum,“ segir hann.

Sumarfríinu ljúki síðan um miðjan ágúst og þá verði aftur snúið til starfa í Grindavík.

Togstreita um ábyrgð

Jarðvísindamenn hafa sagt líkur á nýju eldgosi ofan Grindavíkur og jafnvel í bænum sjálfum þótt sérfræðinga greini á um möguleikann á því.

„Við stjórnum því ekki neitt,“ bendir Pétur á hvað þessa spádóma varðar. „Í síðasta gosi hefðum við ekki þurft að stoppa nema tvo eða þrjá daga ef það hefði ekki verið fyrir togstreitu um það hver bæri ábyrgð á rafmagnsleysinu. En ef þetta er eins og það er búið að vera þá tefur það ekki nema rétt á meðan það gengur yfir.“

Skipin út eftir verslunarmannahelgi

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Pétur segir stöðuna verða metna er allt fari í gang aftur í ágúst. „Við erum að miða við að eftir verslunarmannahelgi fari skipin af stað og svo byrjum við að vinna. Það eru flest allir í aðeins korters eða hálftíma fjarlægð  og fólk hefur mætt rólegt til vinnu og liðið vel.“

Síðasta þrjá og hálfa mánuðinn áður en starfsmenn fóru í sumarfrí segir Pétur að skip Vísis hafi landað í heimahöfn í Grindavík.

Afkoma og öryggi ræður

„Það var allt eins og venjulega nema fólk bjó ekki í bænum. Þetta byggir náttúrlega fyrst og fremst á því að halda fólki rólegu og öruggu með sannfærandi viðbragðsáætlunum og góðu upplýsingaflæði. Svo kemur bara í ljós hvort þetta sé gerlegt til lengri tíma út frá afkomu og öryggi,“ segir Pétur.

Hægt sé að gera allt sem gera þurfi í húsum Vísis í Grindavík, allt virki þótt það séu einhverjar litlar sprungur hér og þar. Að sögn Péturs hafa menn lært inn á aðstæðurnar.

„Á meðan það gaus á mánaðarfresti var okkur meinað að fara inn í bæinn í mjög langan tíma, allt upp í þrjár vikur. Þá gat enginn gert neitt af viti og við fórum yfir í Helguvík á meðan. Menn eru búnir að læra betur á þetta núna, bæði yfirvöld og fyrirtækin.“