Stofn síldarinnar í Norðursjó er áætlaður rétt um 2 milljónir tonna að stærð og er talinn nýttur á sjálfbæran hátt.

Þetta er mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem leggur til að hámarksafli á næsta ári verði 470.000 tonn. Það er 4.000 tonnum meira en á yfirstandandi ári.

Fram kemur í skýrslu ICES að nýliðun í stofninn hafi verið léleg frá árinu 2000 en ráðið telur eigi að síður að ástand stofnsins sé gott og nýting hans sjálfbær.