„Ég er afar undrandi á þeim vinnubrögðum sem Hafrannsóknastofnun er farin að viðhafa í togararallinu. Áður var lögð gífurleg áhersla á að alltaf yrði farið á sama tíma í byrjun mars yfir Vestfjarðamið, en nú hefur það dregist fram í miðjan mars þegar fiskurinn er runninn af miðunum, væntanlega til hrygningar einhvers staðar. Þar með ná þeir ekki til hans,“ sagði Páll Halldórsson skipstjóri á togaranum Páli Pálssyni ÍS í samtali við Fiskifréttir í dag