Mæling á ungloðnu í haust og vetur náðist ekki í leiðangri Hafrannsóknastofnunar vegna íss á leitarsvæðinu. Þá mældust um 430 þúsund tonn af fullorðinni loðnu í leiðangrinum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir að mjög lítið hefði mælst af ungloðnu; smávegis fannst norðvestan við landið og svo við ísröndina milli Íslands og Grænlands. Um 9 milljarðar einstaklinga mældust sem er mjög lítið í sögulegu samhengi. Þess má geta að um 90 milljarðar einstaklinga mældust í leiðangri í fyrrahaust. Ljóst er að mæling á ungloðnu í ár gefur ekki tilefni til þess að upphafskvóti verði gefinn út fyrir loðnuvertíðina 2012/2013.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.