Norsk-íslenski síldarstofninn fer minnkandi og nýliðun er afar slök. Búast má við tillögum um enn minna aflamark frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu á komandi árum. Þetta er mat Guðmundar Óskarssonar, síldarsérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun.
Sem kunnugt er hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til að aflamark fari úr 437.000 tonnum fyrir árið 2014 í 283.000 tonn fyrir árið 2015. Þar af kæmu um 37.000 tonn í hlut Íslendinga. Ekki er langt síðan Íslendingar veiddu um 220.000 tonn úr stofninum.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, hvetur til samstarfs íslenskra og norskra vísindamanna og skipstjórnarmanna. Liggja verði fyrir hvaða útbreiðslusvæði séu til skoðunar og á hvaða tímum þau eru skoðuð.
Sjá nánar í Fiskifréttum.