Nýlega tók til starfa á Dalvík lýsisframleiðsla undir merkjum CLO ehf. Verksmiðjan er sprottin af verkefni sem unnið var við Háskólann á Akureyri og þróað áfram á styrk frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Í verksmiðjunni, sem er sú eina sinnar tegundar, verður unnið kaldhreinsað lýsi og er ætlunin að hráefnið komi frá Eyjafirði og nærsvæðum.

Vinnslan hefur ráðið til sín tvo starfsmenn og er trygg sala á allri framleiðslu fyrirtækisins. Afkastageta hennar er átta tonn af lifur á dag og er áætlað að framleiðsla verði komin á fullan skrið í september.