Norska eldisfyrirtækið Sterling White Halibut í Ryfylke, sem hefur sérhæft sig í lúðueldi, nær þeim áfanga að velta fyrirtækisins fer í fyrsta sinn yfir 100 milljónir norskra króna í ár (1,8 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vefnum kyst.no.
Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Magnus Skretting, þeir séu með um 250 þúsund lúður í eldi og framleiði um þrjár milljónir máltíða á ári. „Fólk hélt á sínum að við værum gengnir af göflunum að hefja lúðueldi sem þekktist ekki hér,“ segir Magnus Skretting.