Stjórn Landssambands smábátaeigenda samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að skora á sjávarútvegsráðherra að gefa makrílveiðar smábáta nú þegar frjálsar. LS segir það deginum ljósar að nægar veiðiheimildir sé til staðar í smábátakerfinu (flokki línu og handfærabáta) og því engin ástæða til að stjórna þeim með aflamarki.

„Frá því sjávarútvegsráðherra ákvað að stjórna veiðum smábáta með aflamarki hefur jafnt og þétt dregið úr áhuga smábátaeigenda á að stunda veiðarnar. Nú er svo komið að aðeins 37 smábátar eru á makrílveiðum. Afli hjá þeim hefur verið með miklum ágætum, meðaltalið hærra en nokkru sinni.  Þegar síðustu tölur voru skoðaðar höfðu þeir veitt alls 3.166 tonn eða að meðaltali 86 tonn á bát.“

Ennfremur segir:

„Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru veiðiheimildir smábáta

10.018 tonn, þar af úthlutað 8.018 tonnum til 188 báta og 2.000

tonn í bráðabirgðaákvæði sem merkt er smábátum. Breytingin kæmi í veg fyrir stöðvun veiða þeirra báta sem nýta sitt aflamark með veiðum.“