Undirritaður hefur verið samningur milli Skeljungs hf, Sjávarkaupa hf og Landssambands smábátaeigenda, fyrir hönd á þriðja hundrað smábátaeigenda um kaup á a.m.k. 7 milljónum lítra af eldsneyti.  Samningurinn tekur gildi 1. janúar næstkomandi og gildir út 31. desember 2017, með möguleika um endurskoðun á samningstímanum og framlengingu.

Fjórum olíufélögum var gefinn kostur bjóða í kaupin. N1 og Olís skiluðu ekki inn tilboði. „Með samningnum fá smábátaeigendur bætt kjör og formúluverð sem er beintenging við þróun heimsmarkaðsverðs og gengis sem er gríðarlega stór áfangi fyrir félagsmenn í LS til bættra kjara,“ segir í frétt á vef LS.

Sjá nánar á vef LS.