Í gær funduðu forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda (LS) með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Á fundinum var rætt um heildarafla á næsta fiskveiðiári.
LS leggur til að þorskkvótinn verði ákveðinn 240 þús. tonn í stað 215 þús. tonna sem núverandi aflaregla segir til um. Þá vilja smábátamenn að ýsukvótinn verði 50 þús. tonn í stað 38.000 tonna sem Hafró ráðleggur. Það er 32% meira en Hafró leggur til.
Þá vill LS að steinbítskvótinn verði óbreyttur eða 8.500 tonn en veiðiráðgjöf Hafró hljóðar upp á 7.500 tonn.
Sjá nánar á vef LS