Landssamband smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða þar sem kvótafrumvarpinu er hafnað, að því er fram kemur á vef LS.

Umsögnin er byggð á umfjöllun stjórnar LS um frumvarpið þar sem samþykkt var eftirfarandi:

„Stjórn LS hafnar frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem nú er til meðferðar í sjávarútvegsnefnd og leggur áherslu á að við meðferð nefndarinnar verði reynt að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar sem gerðar verða á stjórnkerfi fiskveiða. Stjórn LS lýsir sig reiðubúna að leggja sitt að mörkum svo friður geti skapast um þetta mikilvæga málefni.“

Umsögn LS Frv. 827.mál-stjórn fiskveiða.pdf