Föstudaginn 21. ágúst sl. sendi Landssamband smábátaeigenda bréf til Sendiráðs Rússneska Sambandsríkisins. Þar fór LS fram á að sendiráðið mundi hafa milligöngu um ósk félagsins til rússneskra stjórnvalda um undanþágu frá viðskiptabanni fyrir makríl sem veiddur væri af smábátum.
LS átti í gær fund með rússneska sendiherranum Anton Veseliev. Þar kom m.a. fram að sendiherrann hafði sent bréfið til stjórnvalda í Moskvu og væri það þar til meðferðar.