Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélag Íslands hafa látið framleiða kynningarefni um strandveiðar og afraksturinn er tíu myndbönd með umfjöllun og viðtölum við strandveiðimenn. Hluti efnisins, sem allt er unnið af Rut Sigurðardóttur kvikmyndagerðarmanni og trillukonu, var frumsýndur á aðalfundi LS í október.
Um er að ræða tíu myndbönd þar sem fjallað er um strandveiðar, gæði aflans og meðferð fisksins, umhverfisþáttinn og rætt við strandveiðimenn frá Ólafsfirði, Rifi, Borgarfirði eystra, Grundarfirði og Bolungarvík. Kynningarmyndböndin eru aðgengileg á https://smabatar.is/skak/.