Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f árið 2007 nam 93 milljónum króna eftir skatta, en árið 2006 var tap á félaginu kr. 39 milljónir. Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 2.695 millj.og hækkuðu um 7% frá fyrra ári.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 281 millj. kr. sem er 10% af tekjum, en var kr. 513 milljónir króna eða 20% af tekjum árið áður.
Loðnuvinnslan fjárfesti á síðasta ári fyrir kr. 284 milljónir, þar af voru kr. 220 millj. vegna endurbóta á Ljósafelli.
Hlutafé Loðnuvinnslunnar er 700 millj. kr. og fjöldi hluthafa 191. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.
Sjá nánar á vef Loðnuvinnslunnar, www.lvf.is