Börkur NK landaði í gær fyrsta loðnufarmi vertíðarinnar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, rúmum 400 tonnum. Loðnan er átulaus og um 16% feit og hentar vel hvort heldur til frystingar á A-Evrópu eða til mjöl- og lýsisframleiðslu.
Eins og staðan er núna er eftirspurn eftir frosinni loðnu með minnsta móti og eingöngu hægt að nýta allra stærstu loðnuna til frystingar, segir á vef Síldarvinnslunnar. Rúmlega þriðjungur aflans fór í frystingu en afgangurinn til mjöl- og lýsisvinnslu. Börkur NK hélt aftur til loðnuveiða seinni partinn í gær.
Þá kom Ingunn AK til Vopnafjarðar í nótt með um 750 tonna loðnufarm. Að sögn Magnúsar Róbertssonar, vinnslustjóra hjá HB Granda, er verið að frysta stærstu loðnuna úr aflanum og er reiknað með að því verki ljúki seint í kvöld eða í nótt, að því er fram kemur á fyrirtækisins.