Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur að tillögur Hafrannsóknastofnunar í dag ákveðið að heimila veiðar á 130.000 tonnum af loðnu, en þar af koma rúmar 90.000 þús. tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland.
Gera má ráð fyrir að umrætt magn geti svarað til um 10 milljarða króna verðmæta í útflutningi að því er fram kemur í frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir ennfremur að sjávarútvegsráðherra telji þetta mikil gleðitíðindi og leggi áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind.