Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út 200 þúsund tonna loðnukvóta fyrir tímabilið 23. nóv. til 30. apríl n.k. Þar af fara um 139 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa en rúmlega 60 þúsund tonn til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum.
Í frétt frá ráðuneytinu er vakin athygli á því að niðurstöður haustmælinga Hafrannsóknarstofnunar gefa ekki tilefni til að ætla að veiðiheimildir vegna loðnu verði auknar á tímabilinu.