Á vef Fiskistofu er auglýst eftir umsóknum um heimild til veiða á makríl í grænlenskri lögsögu skv. reglugerð frá árinu 2012. Tekið er fram að heimilt sé að landa hérlendis allt að 4.000 tonnum af makríl sem þar hefur verið veiddur.

Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að íslensk skip hafa nú þegar fengið umtalsverð hærri kvóta í grænlenskri lögsögu en löndunartakmarkið segir til um.

Sama staða kom upp í fyrrasumar þegar íslensk skip veiddu makríl í lögsögu Grænlands umfram  það löndunarhámark sem íslensk stjórnvöld settu. Af því hlutust talsverðar deilur sem lauk með því að takmarkanirnar voru rýmkaðar.

Hér á vef Fiskistofu má lesa nánar um þá skilmála sem settir eru.