Makrílsamningur ESB, Færeyja og Noregs felur það m.a. í sér að færeysk skip mega nú aftur landa makríl í Noregi.
Eftir að Færeyingar drógu sig út úr þríhliða samkomulagi þessara aðila árið 2010 var sett bann á makríllandanir Færeyinga í Noregi en því hefur nú verið aflétt. Jafnframt hafa Færeyingar leyfi til að veiða makríl á ný bæði í lögsögum ESB og Noregs.
Því má svo bæta við að ennþá er ósamið um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir að Færeyingar drógu sig út úr samningi ESB, Íslands og Noregs. Því eru viðskiptaþvinganir ESB hvað síldina varðar enn í gildi og sömuleiðis bann við veiðum á síld í lögsögum hinna ríkjanna.