Norsku loðnuskipin sem stunduðu veiðar Ísland á vertíðinni lönduðu rúmum 40 þúsund tonnum í íslenskum höfnum eða 80% af loðnuafla þeirra við Ísland en 7.889 tonnum var landaði í heimahöfn skipanna í Noregi og 1.420 tonn í dönskum höfnum. Alls var aflinn rúm 50 þús. tonn.
Samtals voru 46 norsk skip á þessum veiðum. Það skip sem aflaði mestrar loðnu var Havglans með 2.739 tonn og Sjöbris með 2.463 tonn.
Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.