Loksins eru loðnuveiðar norsku skipanna í íslensku lögsögunni komnar í gang. Tvö skip hafa tilkynnt um afla, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Veiðitími norsku skipanna samkvæmt loðnusamningi Íslands og Noregs rann út á miðnætti 15. febrúar. Skipin fengu framlengingu í eina viku þar sem lítið sem ekkert hafði veiðst. Fjögur skip voru þá eftir.

Norsku skipin fengu loðnuna á Skjálfanda. Ingrid Mjala hefur tilkynnt um 750 tonna afla og Norafjell hefur tilkynnt um 800 tonn. Hin skipin tvö sem eru eftir á Íslandsmiðum, Kvannøy og Rødholmen, hafa fengið loðnu en ekki nægilegan skammt til að sigla með í land.